Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnar Helgi krækti í brons á Grand Prix á Ítalíu
Þriðjudagur 16. júní 2015 kl. 12:40

Arnar Helgi krækti í brons á Grand Prix á Ítalíu

Íþróttagarpurinn mikli hjá Njarðvík, Arnar Helgi Lárusson, krækti í brons á nýju Íslandsmeti (18,39 sek) í 100 metra spretti T53 á Opna ítalska Grand Prix mótinu sem lauk í morgun. Einnig náði Arnar Helgi 4.sæti í 400 m spretti T53 sem var einnig nýtt Íslandsmet og mikil bæting þar úr 73,08 sek í 66,68 sek. Arnar Helgi sagði frá þessu á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Myndin er einnig þaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024