Arnar Helgi bætti Íslandsmet í Sviss
Arnar Helgi Lárusson keppti um helgina á sterku frjálsíþróttamóti fatlaðra í Sviss. Arnar keppti þar í 200m hjólastólaakstri og kom í mark á nýju Íslandsmeti, 34,55 sek. sem gaf honum 628,968 stig og hafnaði hann í 44. sæti. Mótið er gríðarlega sterkt og það sterkasta sem haldið hefur verið í hjólastólaakstrinum síðan HM í Lyon fór fram síðastliðið sumar.