Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnar Freyr til liðs við Keflvíkinga
Þriðjudagur 1. júní 2010 kl. 09:35

Arnar Freyr til liðs við Keflvíkinga


Arnar Freyr Jónsson hefur samið við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur um að leika með úrvalsdeildarliði félagsins næstu tvö árin en samningur þess efnis var undirritaður í gærkvöldi. Arnar hefur leikið með Grindvíkingum síðustu tvö tímabil.

Arnar  spilaði með meistaraflokk karla á árunum 2000-2008. Á því tímabili varð hann fjórum sinnum Íslandsmeistari og bikarmeistari í tvígang.
Arnar verður eflaust mikill styrkur fyrir Keflavíkurliðið á næstu leiktíð, en útlit er fyrir að liðið haldist óbreytt frá síðustu leiktíð með þeirri undantekningu að Sverrir Þór Sverrisson verður þjálfari kvennaliði Njarðvíkur.

Jón Norðdal Hafsteinsson framlengdi sínum samning um tvö ár við sama tækifæri. Jón hóf að spila með meistaraflokki Keflavíkur árið 1997.

Mynd/www.keflavik.is - Arnar Freyr og Jón Norðdal skrifuðu undir samninga við Keflavík í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024