Arnar Freyr Jónsson skrifar undir hjá Keflavík
Arnar Freyr Jónsson hefur skrifað undir samning til eins árs við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leika með meistaraflokki karla á næstu leiktíð.
Arnar hóf síðustu leiktíðina í Danmörku í fyrra, en lenti í því óhappi að slíta krossband í hægra hné. Hann hefur óðum verið að ná sér af þeim meiðslum og stefnir á að koma sterkur inn þegar tímabilið hefst. Áður en Arnar hélt til Danmerkur lék hann tvö tímabil með Grindavík og stóð sig með prýði í þeirra herbúðum.