Arnar fór hamförum
Grindavíkingar tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Powerade-bikars karla með því að leggja Snæfell að velli með 95 stigum gegn 85.
Grindavík var með undirtökin í leiknum nánast allan tíman en undir lok 3ja leikhluta var munurinn orðinn 15 stig. Snæfellingar spýttu í lófana, tóku á honum stóra sínum og náðu að minnka muninn í 6 stig. Grindvíkingar fóru ekkert á límingunum yfir því og héldu andstæðingunum í skefjum til leiksloka.
Arnar Freyr Jónsson fór hamförum í leiknum og skoraði 31 stig fyrir Grindavík.
---
VFmynd - Arnar Freyr Jónsson.