Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Árgangamót Keflavíkur
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 17. nóvember 2022 kl. 08:54

Árgangamót Keflavíkur

Það mátti sjá flott tilþrif (inn á milli) þegar Árgangamót Keflavíkur fór fram í Reykjaneshöllinni fyrir skemmstu. Þar voru samankomnar misgamlar kempur sem rifjuðu upp takta frá fyrri tíð og þótt snerpan hafi ekki verið sú sama þá var keppnisskapið og leikgleðin engu minni og áður.

Ekki bara útlitið! Sameinað lið '77 og '78 árganganna var ekki einungis í flottustu búningunum heldur unnu þeir líka Langbestu deild karla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Öll stelpuliðin voru valin Stemmningsliðið 2022 enda var stemmningin meiriháttar hjá þeim.

Sigurvegarar í ár voru:

Langbesta deild karla (eldri kynslóðin):
Sameinað lið 1978 og 1977.

Langbesta deild kvenna:
Sameinað lið 1989 og 1990.

Næstbesta deild karla (yngri kynslóðin):
1996.

Flottustu búningarnir:
Sameinað lið 1978 og 1977.

Stemmningsliðið 2022:
Öll stelpuliðin (voru geggjaðar).

Meðfylgjandi myndir tók Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkur­frétta, en fleiri myndir eru í myndasafni neðst á síðunni.

Árgangamót Keflavíkur 2022