Arfaslakir Grindvíkingar
Arfaslakir Grindvíkingar töpuðu fyrir ÍBV 0-2 á heimavelli í kvöld í 4. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk gestanna. Heimamenn léku illa og er vart að sjá á þessu liði að það ætli sér að vera í baráttunni um titilinn í sumar. Eftir sigur í 3. umferð gegn Fram héldu menn að nú væru Grindvíkingar komnir á skrið en svo virðist ekki vera. Þeir hafa tapað þremur leikjum af fjórum í deildinni og eru í næstneðsta sæti með þrjú stig. Liðið finnur einfaldlega ekki taktinn og er það vandamál sem Bjarni Jóhannsson þjálfari þarf að leysa strax.
Væntingar til liðsins eru miklar og ætlast aðdáendur liðsins til þess að liðið verði á toppnum enda liðið með stjörnuleikmenn í mörgum stöðum. Er það mál manna að það sé komið pokahljóð í Grindavík og ef menn þar á bæ snúi ekki við blaðinu strax í næsta leik verði þjálfarinn látinn fjúka.
Þess má þó geta Grindvíkingum til varnar að Grétar Hjartarson markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra er meiddur og hefur ekkert spilað.
Væntingar til liðsins eru miklar og ætlast aðdáendur liðsins til þess að liðið verði á toppnum enda liðið með stjörnuleikmenn í mörgum stöðum. Er það mál manna að það sé komið pokahljóð í Grindavík og ef menn þar á bæ snúi ekki við blaðinu strax í næsta leik verði þjálfarinn látinn fjúka.
Þess má þó geta Grindvíkingum til varnar að Grétar Hjartarson markahæsti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra er meiddur og hefur ekkert spilað.