Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

„Árangurinn framar vonum“ segir Magnús Sverrir
Miðvikudagur 26. janúar 2011 kl. 15:46

„Árangurinn framar vonum“ segir Magnús Sverrir

Íslenska landsliðið í Futsal spilaði um helgina í forkeppni EM þar sem það mætti sterkum liðum Lettlands, Armeníu og Grikklands. Riðillinn var spilaður á Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem Ísland vann tvo leiki af þremur og enduðu þar með í öðru sæti riðilsins en voru aðeins hársbreidd að komast áfram. Fyrsti leikurinn var gegn Lettlandi þar sem Ísland tapaði naumlega 4-5.

Magnús Sverrir Þorsteinsson úr liði Keflavíkur var einn af markahæstu mönnum Íslenska liðsins og skoraði hann 3 mörk í þremur leikjum. „Þetta var mjög góður árangur og má segja framar vonum en ég held að enginn hafi átt von á svona góðu gengi,“ sagði Magnús í samtali við Víkurfréttir. „Stemningin var mjög góð í hópnum og frekar létt yfir þessu en allir voru tilbúnir í að leggja sig alla fram í þetta verkefni.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Íslenskt landslið í Futsal tekur þátt í stórmóti og voru okkar menn ekki langt frá því að komast upp úr riðlinum. „Þetta var mjög tæpt en hefðum við komist upp úr riðlinum hefðu öll plön fyrir sumarið farið í vaskinn. Það gengur auðvitað ekki að missa allt þjálfarateimið hjá Keflavík og þrjá leikmenn á miðju tímabili einhvert út. Sumir þakka bara fyrir að okkur gékk ekki betur,“ sagði Magnús hlægjandi.

Tryggvi Guðmundsson var fyrirliði Íslenska liðsins en hann er mjög fær í því starfi og með mikla reynslu. „Tryggvi var frábær fyrirliði og stjórnaði þessu eins og herforingi,“ sagði Magnús. „ Það er samt mun skemmtilegra að vera með honum í liði en á móti, það eitt er víst,“ bætti Magnús við.

Þjálfari liðsins var Willum Þór Þórsson en hann þjálfar meistaraflokk Keflavíkur í karlaflokki. Með honum í þjálfarateiminu voru fimm aðrir úr röðum Keflavíkur en Willum fékk að velja menn með sér í verkefni og var þá lítið annað í stöðunni en að velja þá sem honum eru næstir, enda vinnur með þeim daglega. Ásamt Magnúsi voru Haraldur Freyr Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson frá liði Keflavíkur.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024