Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Árangur sumarsins framar vonum
Miðvikudagur 20. október 2004 kl. 12:58

Árangur sumarsins framar vonum

Í sumar var tekið á það ráð að hefja samvinnu milli nokkurra flokka í knattspyrnu hjá félögunum Reyni Sandgerði og Víði Garði. Árangurinn var framar vonum og gaf hann góð fyrirheit um áframhaldandi samstarf. 3. flokkur karla herjaði á önnur Evrópulið á Gothia Cup í Svíþjóð og náðu mun betri árangri í keppninni en nokkur hafði þorað að vona. Einnig sigruðu þeir með yfirburðum í sínum riðli í Faxaflóamótinu en voru slegnir út í undanúrslitum í hörkuleik á móti FH. Aðrir flokkar gerðu það einnig gott og útlitið því mjög bjart hjá Reyni/Víði.

Á dögunum var sumarið hjá Reyni/Víði, og þeim flokkum er ekki léku undir fánum Reynis/Víðis, gert upp og hlutu eftirtaldir aðilar viðurkenningar fyrir árangur sinn í sumar:

Knattspyrnukona ársins í yngriflokkum Reynis/Víðis:
Eva Jenny Þorsteinsdóttir

Knattspyrnumaður ársins í yngri flokkum Reynis/Víðis:
Sigurður Freyr Helgason

6. flokkur karla,yngri, Reynir:
Mestu framfarir, Magnús Ríkharðsson
Besti félagi, Sturla Skúlason
Besti leikmaður, Andri Már Elvarsson

6. flokkur karla, yngri, Víðir:
Mestu framfarir, Ingvar Elíasson
Besti félagi, Ámundi Georg Hlynsson
Besti leikmaður, Júlíus Rúnar Guðmundsson

6. flokkur karla, eldri, Reynir:
Mestu framfarir, Vilhjálmur Ingþórsson
Besti félagi, Runólfur Árnason
Besti leikmaður, Bergsteinn Magnússon

6. flokkur karla, eldri, Víðir:
Mestu framfarir, Bjarki Þorsteinsson
Besti félagi, Roland Smári Einarsson
Besti leikmaður, Helgi Þór Jónsson

5. flokkur karla, yngri, Reynir/Víðir:
Mestu framfarir, Teodór Halldórsson
Besti félagi, Arnar Freyr Jónsson
Besti leikmaður, Þorsteinn Ingi Einarsson

5. flokkur karla, eldri, Reynir/Víðir:
Mestu framfarir, Gauti Þormar
Besti félagi, Tómas Njálsson
Besti leikmaður, Aron Elís Árnason

4. flokkur karla, Reynir/Víðir:
Mestu framfarir, Sigurður Gunnar Sævarsson
Besti félagi, Hannes Kristinn Kristinsson
Besti leikmaður, Sigurður Freyr Helgason

6. flokkur kvenna, Víðir:
Mestu framfarir, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir
Besti félagi, Kristrún Ýr Hólm
Besti leikmaður, Viktoría Þórunn Kristinsdóttir

5. flokkur kvenna, Víðir:
Mestu framfarir, Sandra Sif Benediktsdóttir
Besti félagi, Úrsúla María Guðjónsdóttir
Besti leikmaður, Sylvía Sigurgeirsdóttir

5. flokkur kvenna, Reynir:
Mestu framfarir, Dagný Draupnisdóttir
Besti félagi, Þórhildur Sigþórsdóttir
Besti leikmaður, Ástrós Vilhjálmsdóttir

4. flokkur kvenna, Reynir/Víðir:
Mestu framfarir, Agnes Helgadóttir
Besti félagi, Anna Helga Ólafsdóttir
Besti leikmaður, Eva Jenny Þorsteinsdóttir

3. flokkur kvenna, Reynir/Víðir:
Mestu framfarir, Magnea Vignisdóttir
Besti félagi, Birna Ásbjörnsdóttir
Besti leikmaður, Íris Einarsdóttir

3. flokkur karla, Reynir/Víðir:
Mestu framfarir, Sigurður Elíasson
Besti félagi, Guðmundur Markússon
Besti leikmaður, Aron Viðarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024