Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Anton Ingi er tekinn við kvennaliði Grindavíkur
Frá undirritun samnings knattspyrnudeildar UMFG og Antons Inga Rúnarssonar. Mynd af Facebook-síðu knattspyrnudeildar UMFG
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 29. september 2022 kl. 12:44

Anton Ingi er tekinn við kvennaliði Grindavíkur

Anton Ingi Rúnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík og tekur hann við starfinu af Jóni Ólafi Daníelssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Anton Ingi er 26 ára gamall og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu knattspyrnudeildar UMFG en Anton Ingi gerir árssamning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Anton Ingi þykir mjög efnilegur þjálfari og hefur gert mjög góða hluti sem þjálfari hjá yngri flokkum félagsins.

„Ég er mjög glaður með að fá þetta tækifæri hjá mínu uppeldisfélagi og er afar spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Anton Ingi. „Ég er búinn að læra gríðarlega mikið af Jóni Óla á síðustu tveimur árum og tek við góðu búi. Við erum með góðan kjarna af leikmönnum og ég er mjög spenntur að hefjast handa.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024