Anton á leið til Rússlands
Leikur með U17 liði Íslands á EM
Keflvíkingurinn Anton Freyr Hauksson hefur verið valinn til þess að leika fyrir hönd U17 lið karla í knattspyrnu. Anton er hluti af hóp Íslands sem heldur til Rússlands og leikur þar í undankeppni EM, dagana 21. - 26. september.
Anton er eini leikmaðurinn af Suðurnesjum sem valinn var í hópinn. Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson er aðstoðarþjálfari liðsins.
Anton er einnig liðtækur í Skólahreysti en hér má sjá viðtal við kappann.