Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Annel Jón lék best í fjölsóttu golfmóti í Sandgerði
Sunnudagur 3. apríl 2011 kl. 12:46

Annel Jón lék best í fjölsóttu golfmóti í Sandgerði

Annel Jón Þorkelsson úr GSG lék best allra kylfinga sem tóku þátt í Vormóti 5 hjá Golfklúbbi Sandgerðis sem leikið var á Kirkjubólsvelli í gær. Annel lék völlinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins og hlaut fyrir það alls 37 punkta. Hann varð efstur bæði í höggleik og punktakeppni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hafþór Barði Birgisson úr GSG hlaut einnig 37 punkta en Annel fékk fleiri punkta á seinni níu holunum og varð því efstur í mótinu. Davíð Arnar Þórsson úr Keili varð í þriðja sæti með 35 punkta.

Yfir 100 kylfingar tóku þátt í mótinu í ágætu veðri í Sandgerði. Eitthvað voru veðurguðirnir óákveðnir því kylfingar fengu að kynnast sól og blíðu, rigningu og hagléli á hringnum í gær. Hér að neðan má sjá lokastöðu efstu kylfinga í mótinu.

Efstu menn í punktakeppninni:

Efstu menn án forgjafar:

VF-mynd/Hilmar Björgvinsson: Annel Þorkelsson í góðri sveiflu.