Annar slæmur ósigur
Kvennalið Keflavíkur mátti sætta sig við annað slæmt tap í röð þegar þær lutu í gras gegn botnliði HK/Víkings, 4-1, í kvöld.
Vesna Smijlkovic kom Keflvíkingum í 1-0 á 10. mínútu, en eftir það gekk andstæðingurinn á lagið og gerði tvö mörk í hvorum hálfleik.
Keflvíkingar eru nú í neðsta sæti deildarinnar, ásamt fjórum öðrum liðum að vísu, en neðri helmingur deildarinnar virðist ætla að verða gríðarlega spennandi eftir því sem á líður.
VF-mynd úr safni