Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 29. desember 2003 kl. 23:49

Annar sigur landsliðsins

Íslenska landsliðið vann 21 stigs sigur, 82-61, á bandaríska háskólaliðinu Catawba College í síðari leik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. Landsliðið hafði yfir, 36-32, í leikhléi eftir jafnan leik, en í seinni hálfleik tóku íslensku strákarnir öll völd. Munurinn jókst í 9 stig eftir þriðja leikhluta og í þeim fjórða rúlluðu þeir yfir bandarísku gestina og kláruðu leikinn með 21 stiga mun.

 

Vörnin hjá okkar mönnum var föst fyrir og gekk Catawba lítið í skotum sínum. Þeir keyrðu mikið inn í íslensku vörnina sem varði hvert skotið á fætur öðru og þegar yfir lauk höfðu þeir varið 20 skot og þar af hafði Njarðvíkingurinn Egill Jónasson varið 9 skot.

 

Fannar Ólafsson, sem gekk frá félagaskiptum í Keflavík á dögunum, átti góðan leik og skoraði 18 stig og tók 11 fráköst og hitti vel úr skotum sínum. Eiríkur Önundarson skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar. Páll Kristinsson skoraði 13 stig og gaf 6 stoðsendingar, auk þess sem hann spilaði fantagóða vörn. Þá átti Guðmundur Jónsson frá Njarðvík góða innkomu og skoraði 10 stig.

 

Jolly Manning var atkvæðamestur sinna manna á ný og skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. Hann var einnig sá eini í sínu liði sem nýtti skotin sín ásættanlega. Helgi Már Magnússon kom næstur Catawba-manna með 12 stig.

 

 

Hér má finna tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024