Annar Kani til Keflavíkur
Körfuknattleikslið Keflavíkur hefur fengið til sín nýjan leikmann, AJ Moye að nafni. AJ eins og hann er kallaður kemur frá Indiana Hoosiers í 1.deildinni, þar sem hann var með 10 stig og 6,4 fráköst í leik.
Sá kvóti sem settur var á íslensk í síðasta þingi kki, þar sem segir að aðeins sé heimilt að vera með einn leikmann frá USA í hverju liði, hefur ekkert með Evrópukeppnina að gera og það verður hans hlutverk að spila með liðinu á þeim vettvangi að því er fram kemur á heimasíðu liðsins. Tvö síðustu ár hefur árangur Keflvíkinga í Evrópukeppninni verið mjög góður og er planið að gera enn beturað þessu sinni.
Keppnin í ár verður með breyttu sniði og kallast nú EuropeCup Challenge og eru 3 lið í riðli og 2 af þeim fara áfram. Liðin í ár eru mun sterkari en Keflvíkingar hafa spilað við til þessa. Finnsku meistararnir NMKY eru t.d. með frábært lið og 2 mjög góða Kana, Matthew Williams og Andre Foreman. Hitt liðið í riðlinum, Sumy frá Úkraínu er ekki vitað eins mikið um en það er talið mjög sterkt.
AJ kom til landsins nú í dag og mætir á fyrstu æfinguna á morgun.