ANNAÐ TAPIÐ Í RÖÐ GEGN ÍBV
Keflvíkingar sóttu ekki stig í greipar Eyjamanna á Hásteinsvelli í Eyjum sl. sunnudag og töpuðu 1-0 en Ívar Ingimarsson skoraði fyrir heimamenn á 64 mínútu. „Liðið barðist vel og Vestmannaeyjingar fengu ekki að leika sína uppáhaldsknattspyrnu.Við áttum fleiri góð færi en þeir en það eru mörkin sem telja. Í stuttu máli má segja að mér fannst baráttan góð og hausinn í lagi og þótt liðið hafi ekki náð stigum á Hásteinsvelli (ÍBV með 23 án taps þar) þá tel ég okkur á réttri leið á öllum sviðum“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga.GG-NjarðvíkGolfklúbbur Grindavíkur tekur á móti Njarðvíkingum á föstudagskvöld og hefst leikurinn kl. 20.Sigruðu Skagastúlkur í bikarnumÚrvalsdeildarlið Grindvíkinga í kvennaboltanum kom heldur betur á óvart í Coca-Cola bikarnum og þegar þær lögðu ÍA-stúlkur flatar 4-3 eftir að hafa verið 1-2 undir í hálfleik. Mörk heimastúlkna skoruðu Rósa Ragnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Erla Ósk Pétursdóttir sem skoraði tvö.Fjórir Suðurnesjamenn í U16 landsliðinuSuðurnesjamenn eiga 4 leikmenn í 16 ára og undir landsliði Íslands í knattspyrnu sem leikur á OL-dögum æskunnar í Esbjerg í Danmörku dagana 10-16. júlí næstkomandi. Leikmennirnir eru Jónas Guðni Sævarsson úr Keflavík, Eyþór Atli Einarsson úr Grindavík, Hafsteinn G. Friðriksson úr Reyni Sandgerði og Einar S. Oddson úr Njarðvík en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Njarðvíkingar eiga leikmann í U16 ára landsliði í knattspyrnu.Víðir að hlið ÍR