Annað tap Keflvíkinga í vetur
Njarðvíkingar töpuðu stórt í botnslagnum
Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum á tímabilinu þegar Valsarar komu í heimsókn í TM-Höllina í gær. Lokatölur urðu 73-76 í spennandi leik þar sem Valskonur voru betri á lokasprettinum. Porsche Landry var stigahæst Keflvíkinga með 27. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 20 stig og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 18. Ennþá eru Keflvíkingar á toppi Dominos´s deildarinnar eftir tapið ásamt Snæfellingum, en bæði lið hafa 16 stig.
Keflavík-Valur 73-76 (21-24, 20-14, 10-14, 22-24)
Keflavík: Porsche Landry 27/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 20/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 18/13 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0.
Njarðvíkingar töpuðu með 39 stiga mun gegn KR-ingum í botnslag deildarinnar í Vesturbænum. Sóknarleikurinn var Njarðvíkingum einstaklega erfiður en liðinu tókst m.a. einungis að skora 22 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar voru mun betri aðilinn og áttu gestirnir aldrei möguleika.
KR-Njarðvík 86-47 (22-9, 14-13, 27-12, 23-13)
Njarðvík: Jasmine Beverly 15/14 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8, Aníta Carter Kristmundsdóttir 7/6 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 4/6 fráköst/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Emelía Ósk