Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Annað tap í Kína
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 14:10

Annað tap í Kína

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði í dag sínum öðrum leik í röð gegn Kínverjum. Úrslit leiksins voru 96-80 en heimamenn í Kína höfðu 9 stiga forystu í hálfleik, 52-43.

Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig en Hlynur Bæringsson kom honum næstur með 18 stig og 11 fráköst en hann og Friðrik Stefánsson þurftu báðir að yfirgefa leikvöllinn í dag með 5 villur.

www.kki.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024