Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Anna María tryggir sigur undir lokin
Sunnudagur 20. febrúar 2005 kl. 01:44

Anna María tryggir sigur undir lokin

Keflavíkurstúlkur unnu góðan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í dag, 69-71, þar sem Anna María Sveinsdóttir skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út.

Leikurinn var jafn og spennandi, en Keflavík byrjaði betur þar sem Bryndís Guðmundsdóttir átti góðan leik. Haukastúlkur komu bettur inn í leikinn í 2. leikhluta og náðu forystunni fyrir hálfleik, 32-29. Ebony Shaw átti góðan leik og skoraði alls 28 stig í leiknum á meðan Helena Sverrisdóttir hefur oft átt betri leiki.

Liðin skiptust á að hafa forystuna í seinni hálfleik það sem Birna Valgarðsdóttir lét finna fyrir sér eftir að hafa byrjað leikinn á rólegu nótunum. Það var síðan Anna María Sveinsdóttir sem sá um að gulltryggja sigurinn þegar 2 sek voru eftir og deildarmeistaratitillinn er innan seilingar fyrir Keflvíkinga.

Tölfræði leiksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024