Anna Ingunn með stórleik í Keflavíkursigri - Níunda tap Njarðvíkinga
Keflavíkurstúlkur unnu magnaðan sigur á Snæfelli í Domino’s deild kvenna í körfubolta í Blue höllinni í dag. Eftir að hafa verið 17 stigum undir eftir fyrsta leikhluta náðu heimakonur að snúa leiknum við og unnu að lokum með 5 stigum, 85-80.
Snæfellskonur byrjuðu með miklum látum og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Keflavík svaraði fyrir sér með góðum öðrum leikhluta sem það vann með tólf stigum. Jafnt var á með liðunum í þriðja leikhluta en gestirnir virtust búnir með púðrið í lokin og skoruðu þá aðeins 9 stig gegn 19 hjá Keflavík.
Daniella W. Morillo var að vanda geysi sterk hjá Keflavíkurkonum með 28 stig og 22 fráköst auk 9 stoðsendinga. Anna Ingunn Svansdóttir átti stórleik og skoraði 27 stig og tók 9 fráköst.
Með sigrinum eru Keflavíkurkonur komnar upp að Val á toppnum með 22 stig.
Keflavík-Snæfell 85-80 (21-38, 26-14, 19-19, 19-9)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 28/22 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 27/9 fráköst, Agnes María Svansdóttir 9, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Agnes Perla Sigurðardóttir 0, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Anna Lára Vignisdóttir 0.
Njarðvíkingar máttu þola níunda tapið á tímabilinu í Domino's deild karla í gær en það hefur lítið gengið hjá þeim grænu að undanförnum. Nú töpuðu þeir á heimvelli fyrir Tindastóli á heimavelli með þriggja stiga mun 74-77.
Njarðvík-Tindastóll 74-77 (20-10, 14-30, 14-15, 26-22)
Njarðvík: Kyle Johnson 23/8 fráköst, Antonio Hester 21/13 fráköst, Mario Matasovic 11, Jón Arnór Sverrisson 8/4 fráköst/7 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Maciek Stanislav Baginski 2, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rodney Glasgow Jr. 0, Adam Eidur Asgeirsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Veigar Páll Alexandersson 0.