Aníta Lóa á leið til Kína
Langyngst keppenda
Dansarinn Aníta Lóa Hauksdóttir úr Njarðvík hafnaði í 2. sæti á Íslandsmótinu í latín dönsum um síðastliðna helgi. Með því tryggðu hún og dansfélagi hennar, Andri Fannar Pétursson sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti ungmenna sem fram fer í Kína nú í sumar.
Aníta og Andri Fannar voru valin í A-landslið Ísland eftir þennan glæsilegan árangur en þau höfnuðu einnig í 3. sæti í ballroom dönsum. Aníta Lóa er aðeins 14 ára en keppir í aldurflokknum 16-18 ára sökum þess að dansfélaginn er eldri.
Heimsmeistaramótið fer fram í Chendu í Kína en mótið var einnig haldið þar í landi í fyrra. Þar voru þau Aníta og Andri meðal keppenda. Þau höfnuðu í um 50. sæti meðal 100 para. Aníta Lóa var langyngst meðal keppenda á mótinu og líklega verður sú raunin aftur í ár.
Þau Aníta og Andri eru glæsileg á dansgólfinu.