Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Anita Lind í byrjunarliði U-19
Mánudagur 18. september 2017 kl. 13:19

Anita Lind í byrjunarliði U-19

- Tap gegn Þjóðverjum

Anita Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, var í byrjunarliði U-19 ára landsliðs Íslands í dag þegar liðið lék sinn síðasta leik í undanriðli fyrir EM 2018. Ísland spilaði gegn Þjóðverjum og endaði leikurinn með einu marki gegn engu, Þjóðverjum í vil. Anita spilaði allan leikinn en Ísland var komið áfram í milliriðla fyrir leikinn. Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Grindavíkur, var einnig í hóp en kom ekki við sögu í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024