Angela Rodriguez þjálfar Grindvíkinga
Angela Rodriguez hefur verið ráðin sem þjálfari meistaraflokks kvenna í körfuknattleik í Grindavík. Körfuknattleiksdeild UMFG tilkynnti þetta á dögunum.
Angela mun bæði þjálfa liðið og leika með því. Hún lék með liðinu eftir áramót á liðnu tímabili, en þó aðeins fjóra leiki vegna tafa á veitingu atvinnuleyfis.