Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andy Pew framlengir við Þrótt
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 10:56

Andy Pew framlengir við Þrótt

Andrew James Pew hefur framlengt samningi sínum við Þrótt Vogum um eitt ár og verður áfram spilandi aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá Þrótti Vogum næsta sumar.

Andy hefur spilað með Þrótti síðustu tvö ár og verið fyrirliði liðsins. Hann var valinn í úrvalslið 2. deildar ársins 2020 hjá vefmiðlinum Fótbolti.net. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Andy býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa spilað fyrir Selfoss í sjö ár áður en hann skipti í Þrótt. Hann er 39 ára gamall varnarmaður og á vel yfir 200 leiki að baki hér á landi.

Þróttur fékk 41 stig í 2. deildinni í sumar, endaði í þriðja sæti deildarinnar og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í næstefstu deild. Er það besti árangur í sögu félagsins frá upphafi.