Andri Steinn áfram með Þróttara
Þróttur Vogum og Andri Steinn Birgisson skrifuðu undir áframhaldandi samstarfs til eins árs í dag en Andri stýrði liðinu upp um deild í sumar á sínu fyrsta ári með félagið.
Þróttur fór upp um deild í fyrsta sinn í sögu félagsins í lok sumars og hefur félagið verið í miklu uppbyggingarstarfi síðustu árin. Félagið hefur tekið miklum breytingum bæði í umgjörð og árangri eftir að nýtt keppnis og æfingasvæði var tekið í noktun árið 2012, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.
Andri Steinn Birgisson, þjálfari Þróttar Vogum