Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Rúnar á leiðinni til Svíþjóðar
Miðvikudagur 1. nóvember 2017 kl. 14:53

Andri Rúnar á leiðinni til Svíþjóðar

- samningsviðræður á lokastigi

Markakóngur Pepsi- deildarinnar í knattspyrnu, Andri Rúnar Bjarnason er á leiðinni til sænska liðsins Helsingborg en liðið spilar í B- deildinni.

Andri Rúnar segir í samtali við vísir.is í dag að samræður séu á lokastigi og að þetta sé besti kosturinn sem sé í boði þessa stundina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Andri Rúnar var feiknagóður með Grindvíkingum í sumar og jafnaði meðal annars markametið í efstu deild og skoraði nítján mörk fyrir liðið. Hann var einnig valinn besti leikmaður Pepsi- deildarinnar af KSÍ,  var kjörinn besti leikmaðurinn hjá Grindavík og fotbolti.net valdi hann sem besta leikmanninn eftir sumarið.