Andri Ólafsson í Grindavík
Grindvíkingum hefur borist góður liðsstyrkur í 1. deild karla í knattspyrnu en miðjumaðurinn Andri Ólafsson hefur samið við liðið. Andri er uppalinn í Eyjum en hefur undanfarið spilað með KR.
Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins. Neðri röð frá vinstri: Jónas Karl Þórhallson formaður, Andri Ólafsson. Efri röð frá vinstri: Rúnar Sigurjónsson formaður meistaraflokksráðs, Hjörtur Waltersson framkvæmdastjóri.