Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Már nýr leikmaður Þróttar í Vogum
Miðvikudagur 19. febrúar 2020 kl. 09:00

Andri Már nýr leikmaður Þróttar í Vogum

Þróttur í Vogum hefur samið við Andra Má Hermannsson til tveggja ára og mun því Andri spila með Þrótti í 2. deildinni næsta sumar. Andri er 26 ára gamall og hefur leikið með Aftureldingu síðustu árin.

Andri á að baki 50 leiki í tveimur efstu deildunum með Fylki, Selfoss, KF og Gróttu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Andri hefur verið að æfa með Þrótti að undanförnu og var í liði Þróttar sem lagði Njarðvík í leik um þriðja sætið í Fótbolti.net-mótinu.