Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri í hringinn á laugardag
Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 12:41

Andri í hringinn á laugardag

Íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2007 hinn ungi Andri Elvarsson er á leið í hringinn á laugardag þar sem ungmennakeppni í hnefaleikum fer fram í Reykjanesbæ. Andri mun mæta boxara í sínum aldursflokki sem er á meðal sterkustu boxara Dana.
 
Andri er eitt mesta hnefaleikaefni þjóðarinnar og verður í aðalbardaganum í keppninni á laugardag. Hnefaleikahöll HFR í Reykjanesbæ mun opna kl. 19:00 á laugardag og keppni hefst kl. 20:00 og er miðaverð kr. 500. Nokkrir aðrir bardagamenn munu stíga í hringinn áður en kemur að aðalbardaganum.
 
VF-Mynd/ [email protected]Andri fer í hringinn á laugardag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024