Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Fannar tryggði Njarðvíkingum þrjú stig í uppbótartíma
Þriðjudagur 16. ágúst 2011 kl. 11:49

Andri Fannar tryggði Njarðvíkingum þrjú stig í uppbótartíma

Njarðvikingar sóttu þrjú stig í Hveragerði í gærkvöldi þegar þeir sigruðu topplið Hamars 1 - 2 í 2.deildinni í knattspyrnu en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma.

Fyrrihálfleikur var ágætlega leikinn af hálfu Njarðvíkinga og höfðu þeir yfirhöndina í flestum aðgerðum og áttu m.a skot í slá. Rafn Vilbergsson sem er kominn í lið Njarðvíkinga eftir löng meiðsli kom boltanum í netið á 35. mínútu og stuttu seinna leit allt út fyrir það að Rafn væri að skora sitt annað mark eftir að boltinn hafði lent í stönginn en markvörðurinn náði að bjarga eftir því sem fram kemur á heimasíðu Njarðvíkinga.

Hamarsmenn komu mjög vel stemmdir í seinnihálfleikinn og voru mun aðgangharðari en Njarðvikingar sem drógu sig aftar á völlinn sem kom niður á sókarnarleik þeirra. Leikurinn var harður og hraður og dómarinn hefði mátt vera ákveðnari í dómum sínum. Jöfnunarmark Hamars kom á 54. mínútu og það hleypti miklu kappi í Hamarsmenn. Vörn Njarðvíkinga stóðst álagið en oft skall hurð nærri hælum.

Undir lokin sóttu bæði liðin og reyndu að setja sigurmarkið og loks kom að því að Andri Fannar Freysson setti sigurmark Njarðvíkinga í uppbótartímanum eða á 93. mínútu og þeir grænklæddu voru ekki langt frá því að bæta við öðru marki í blálokin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með sigrinum fóru Njarðvíkingar uppí þriðja sæti í hnífjafnri deild þar sem spennan er öll að aukast fyrir lokasprettinn.

Nánar má lesa um leikinn á síðu umfn.is

Staðan í deildinni

Mynd/EJS: Andri Fannar hefur verið drjúgur í sumar en hér er hann í leik gegn HK.