Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Andri Fannar framlengir samningi sínum
Andri Fannar og Viðar Einarsson stjórnarmaður/ mynd: umfn.is
Þriðjudagur 7. nóvember 2017 kl. 06:00

Andri Fannar framlengir samningi sínum

Andri Fannar Freysson hefur framlengt samningi sínum við Njarðvík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Andri Fannar á að baki 115 leiki og 39 mörk með meistaraflokki Njarðvíkur síðan árið 2009. Hann var kjörinn leikmaður ársins eftir tímabilið síðasta sumar.

Í samtali við Víkurfréttir segist Andri mjög spenntur fyrir komandi tímabili. „Þetta leggst gífurlega vel í mig. Við höldum nánast öllum okkar mönnum frá því í fyrra og munum halda áfram að vinna í liðsheildinni sem skilaði okkur þessum árangri í fyrra.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík leikur í Inkasso-deildinni næsta sumar og eru æfingar liðsins hafnar. Framundan eru tveir æfingaleikir í nóvembermánuði við Aftureldingu og Grindavík.