Ánægja með boltagjöf Fiskvals
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fékk á mánudaginn afhenta nýja sérframleidda Baden æfingabolta fyrir alla iðkendur félagsins á aldrinum 6-12 ára. Boltarnir eru í litum félagsins og einnig merktir Keflavík og Fiskval sem styrkir unglingastarfið rausnarlega með þessum hætti undir slagorðinu „Borðum fisk”. Forsvarsmenn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur voru að vonum afar ánægðir með þennan stuðning.
Á myndinni má sjá þegar 1. og 2. bekkur stúlkna fékk að prófa nýju boltana í fyrsta skipti. Frá vinstri Einar G. Einarsson yfirþjálfari, Elfar Bergþórsson Fiskval, Sveinn Björnsson gjaldkeri unglingaráðs og Helena Jónsdóttir þjálfari stúlknanna á myndinni.