Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

AMÍ mótið sett í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 19. júní 2008 kl. 02:57

AMÍ mótið sett í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aldurflokkameistaramót Íslands í sundi var sett formlega í Reykjanesbæ í kvöld þegar Kristján Pálsson formaður UMFN, og Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur, fóru fyrir fykingu keppenda niður í Sparisjóðinn í Keflavík. Þar hefur AMÍ bikarinn verið geymdur undanfarið, en Kristján og Einar fluttu hann í sameiningu upp í Sundmiðstöð í fylgd krakkanna sem eiga eftir að leggja sig öll fram um að fá að hampa honum í lok móts.

Í fyrramálið hefst keppnin á fullu og mun hún standa fram á sunnudag þegar loks fæst úr því skorið hvort ÍRB vinni mótið í fimmta skiptið í röð.

Fylgist með hér á vf.is þar sem við munum fylgjast með framvindu mála.



VF-myndir/Þorgils