AMÍ: ÍRB efst eftir fyrsta dag
AMÍ-mótið 2008 sem hófst í Reykjanesbæ í dag hefur farið mjög vel af stað.
Eitt aldursflokkamet var sett í morgun en það gerði sveit SH í 4x50 metra fjórsundi drengja. Drengirnir syntu á tímanum 2:03,94 en gamla metið var 2:06,24 sem ÍRB átti frá árinu 2003.
Heimamenn í ÍRB hafa forystu eftir fyrsta dag, en staða liða í lok fyrsta dags er þessi:
Sæti Lið Stig
1 ÍRB 985
2 Ægir 821
3 Óðinn 475,5
4 SH 466
5 KR 384
6 ÍA 257,5
7 Fjölnir 249
8 Breiðabl 86
9 Vestri 85
10 Ármann 47
11 Aftureld. 30
12 Selfoss 8
13 UMSB 0
14 UMFG 0
15 Stjarnan 0