Amber og Lauren semja við Keflavík
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við tvo leikmenn sem munu spila með meistaraflokki kvenna í sumar en það eru þær Amber Pennybaker og Lauren Watson. Amber spilaði 20 leiki í deild, bikar og úrslitum með Keflavík á síðasta ári og skoraði í þeim sjö mörk. Lauren, sem er markmaður, kemur frá Woodlands í Texas en þar spilaði hún með Woodlands High School og síðan með Texas Tech University. Á vef Keflavíkur segir að félagið bindi miklar vonir við þær stöllur í baráttunni við að komast upp í Pepsi-deildina á næsta ári.
Jón Ben formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur ásamt Lauren Watson.