Almar snýr aftur til Keflavíkur
Almar Guðbrandsson, leikmaður Grindavíkur í IEX-deild karla í körfuknattleik, hefur beðið um að vera leystur undan samningi við liðið. Samkvæmt því sem fram kemur á heimsíðu UMFG var Almar ekki sáttur með hlutverk sitt í liðinu og féllst stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur beiðni hans. Mun Almar vera á leið til sinna fyrrum félaga í Keflavík, samkvæmt heimasíðu UMFG.
Mynd/karfan.is