Almar hættur hjá Keflavík
Samstarfið við Andy Johnston gekk ekki
Miðherjinn Almar Stefán Guðbrandsson er hættur hjá úrvalsdeildarliði Keflavíkur en þetta staðfesti leikmaðurinn í dag í samtali við Karfan.is. Almar sagði honum og þjálfaranum Andy Johnston kæmi ekki saman og að þess vegna væri nú komið að leiðarlokum.
„Hlutverk mitt í liðinu var lítið sem ekki neitt,“ sagði Almar við Karfan.is en hann hefur leikið rúmar sex mínútur að meðaltali í leik með Keflavík á tímabilinu. Aðspurður hvort Almar sé kominn með annað lið sagðist hann ekki hafa skoðað þau mál ennþá.