Almar framlengir við Keflavík
Almar Stefán Guðbrandsson, miðherji Keflavíkur, framlengdi samning sinn við félagið í gær. Almar lék rúmar 12 mínútur í leik á síðasta tímabili þar sem hann tók um 4 fráköst og skoraði 2.5 stig að meðaltali. Það er hins bæði trú stjórnar körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og leikmannsins sjálfs að mun meira búi í þessum stóra og stæðilega leikmanni.
Bindur félagið þar að leiðandi miklar vonir við Almar á komandi tímabili. Eins og flestir vita er Almar uppalinn Keflvíkingur og má segja að kappinn "blæði bláu" eins og maðurinn sagði.
www.keflavik.is