Allur ágóði grannaslags rennur til fjölskyldu Jóhannesar
Víðir-Reynir á fimmtudaginn í Garði
Á fimmtudaginn n.k. mætast erkifjendurnir Víðir og Reynir í 3. deild karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Garðinum en Víðismenn sigruðu í síðustu rimmu 0-3 í Sandgerði. Allur ágóði af miðasölu mun renna til fjölskyldu Jóhannesar Hilmars Jóhannessonar sem lést í umferðarslysi við Hafnarveg fyrir skömmu. Leikurinn hefst klukkan 20:00 en grillin fara í gang klukkan 19:00.
Tengd frétt: Söfnun fyrir fjölskyldu Jóhannesar