Allt undir hjá Njarðvíkingum
Keflavík og Njarðvík í baráttunni í kvöld - línur að skýrast fyrir úrslitakeppni
Næst síðustu umferð Domino's deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum í Reykjanesbæ. Úrslitakeppnin er undir hjá Njarðvík þegar ÍR-ingar koma í heimsókn í Ljónagryfjuna. Njarðvíkingar eru í níunda sæti og hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Ef þeir vinna ekki í kvöld gæti farið svo að þeir missi af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 23 ár.
Þórsarar frá Akureyri mæta á sama tíma í Sláturhúsið í Keflavík. Með sigri eiga Keflvíkingar möguleika á fjórða sætinu. Liðin eru bæði með 20 stig, Keflvíkingar í sjötta sæti og Þórsarar því áttunda.
Staðan