Allt Pepsi Max búið á Suðurnesjum
Það voru hreint ótrúlegar lokamínútur í Grindavík þegar heimamenn tóku á móti Valsmönnum í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Það dugði Grindvíkingum ekki og þeir eru fallnir.
Mark Valsmanna eftir aukaspyrnu á 81. mínútu var það sem felldi Grindavík. Grindvíkingar voru ekki sáttir við dóminn en atvikið sem dæmt var á má sjá á myndinni hér að neðan sem ljósmyndari Víkurfrétta tók.
Eftir að Valsmenn jöfnuðu hófst stórsókn Grindavíkur að marki Vals þar sem hurð skall ótt og títt nærri hælum hjá Valsmönnum og Hannes Þór Halldórsson varði oft meistaralega. Stangarskot og skalli í slá og meira að segja tókst Grindvíkingum að verja á línu hjá Valsmönnum. Boltinn vildi bara ekki inn.
Fyrir lokaumferðina í deildinn eru Grindvíkingar með 20 stig, fimm stigum á eftir næsta liði, Víkingi R. ÍBV fellur með Grindavík í Inkasso-deildina.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í leiknum í dag.
Boltinn vildi ekki inn á lokamínútunum. Hér er skot í stöng sem fór með marklínunni og alls ekki inn.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, var sjóðandi heitur undir lokin og flaug stanganna á milli.
Einkennandi myndi fyrir lokamínútur leiksins.