Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allt í járnum í Domino's deild kvenna
Miðvikudagur 29. október 2014 kl. 09:45

Allt í járnum í Domino's deild kvenna

Fjórir leikir í kvöld

Fimmta umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Bæði Keflvíkingar og Grindvíkingar eiga heimaleik að þessu sinni, en leikar hefjast klukkan 19:15. Grindvíkingar frá Íslandsmeistarana Snæfell í heimsókn, á meðan Valskonur mæta í TM-Höllina í Keflavík. Viðureign Keflavík og Vals verður í beinni útsendingu á SportTV. Öll ofantalin lið hafa sex stig á toppnum ásamt Haukum.

Leikir kvöldsins í Domino´s deild kvenna, 19:15:

Hamar - KR
Grindavík - Snæfell
Breiðablik - Haukar
Keflavík - Valur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024