Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allt í járnum hjá ritstjóra Víkurfrétta og Petru
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 27. apríl 2024 kl. 16:27

Allt í járnum hjá ritstjóra Víkurfrétta og Petru

Spennan er rafmögnuð í tippleik Víkurfrétta en það kom mörgum spánskt fyrir sjónir að sjá sjálfan eiganda og ritstjóra Víkurfrétta, Pál Ketilsson sem áskoranda. Palli er annálaður keppnismaður úr golfinu, ætlar greinilega ekki að sýna dömunni sem hann mætir neina linkind en þegar þrír leikir eru eftir af seðli vikunnar, er staðan hnífjöfn, 6-6.

Petra og Páll eru með tvo af leikjunum sem á eftir að leika, ekki með sömu merkjum og því verður spennandi að sjá hvernig þeir leikir þróast:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

                                    Petra          Páll  

Everton - Brentford          2               12

Hull Ipswich                    X               1X

Segja má að Páll sé með pálmann í höndunum þar sem hann er með báða leiki tvitryggða!