Allt eða ekkert á fimmtudag: Grindavík jafnaði metin
Oddaleik þarf til að skera úr um hvort það verði Njarðvík eða Grindavík sem komast í úrslit
Mikill taugatitringur var í Röstinni í kvöld og sást það best á því að liðin fengu ekkert framlag frá bekknum í kvöld. Aðeins byrjunarliðsmenn liðanna skoruðu í kvöld og þeirra atkvæðamestur var Jonathan Griffin með 28 stig fyrir Grindavík. Þá átti Páll Kristinsson frábæran dag með þeim gulu en hann gerði 12 stig, tók 13 fráköst, stal 5 boltum og varði 2 skot og lék glimrandi fína vörn á miðherja Njarðvíkinga. Brenton Birmingham var með 17 stig fyrir Njarðvíkinga og tók 8 fráköst en hann var á köflum mistækur og hefur í síðustu tveimur leikjum í Röstinni tapað alls 10 boltum.
Páll Axel Vilbergsson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu en Brenton svaraði í sömu mynt fyrir Njarðvíkinga. Upphafsleikhlutinn var hraður og skemmtilegur en Igor Beljanski fann sig vel fyrir Njarðvíkinga og gerði 7 stig fyrir Njarðvík í röð og staðan 5-10 Njarðvíkingum í vil eftir nokkurra mínútna leik. Heimamenn létu upphafsáhlaup Njarðvíkinga ekki slá sig út af laginu heldur söxuðu á forskotið og komust yfir 18-17 eftir körfu frá
Getuleysi liðanna í sókninni hélt áfram frá síðustu mínútu fyrsta leikhluta inn í annan leikhluta og þegar 5 mínútur voru til hálfleiks höfðu liðin gert samtals 6 stig og staðan 25-24 Grindavík í vil. Flóðgáttirnar brustu á endanum og þá skiptust liðin á því að skora en Grindvíkingar tóku forystuna á lokasprettinum með tveimur sterkum þriggja stiga körfum frá Jonathan Griffin. Jóhann Árni Ólafsson gerði svo síðustu stigin fyrir hálfleik og liðin gengu til búningsklefa í stöðunni 42-37 Grindavík í vil.
Igor Beljanski fékk sína þriðju villu í upphafi þriðja leikhluta en þá tók
Í upphafi fjórða leikhluta virtist sem Njarðvíkingar væru að komast upp að hlið Grindvíkinga að nýju
Enn eina ferðina var Þorleifur Ólafsson að koma Jeb Ivey úr jafnvægi með gríðarlega sterkri vörn og í kvöld hélt hann Ivey í aðeins 14 stigum. Páll Axel var einnig að leika vel en hann gerði 23 stig. Njarðvíkingar söknuðu sárlega stiga frá þeim Guðmundi Jónssyni og Agli Jónassyni af bekknum í kvöld en hvorugur þeirra komst á blað.
Á fimmtudag ræðst það hvort liðið kemst í úrslit þegar liðin mætast í oddaleik í Ljónagryfjunni. Ljóst er að það verður fjölmennt í Ljónagryfjuna svo það er ráð að mæta snemma á fimmtudag og sjá með eigin augum hvort liðið mun berjast um Íslandsmeistaratitilinn við KR eða Snæfell.
Gangur leiksins:
3-8, 15-15,23-20
25-24,29-29,42-37
47-41, 51-51,63-56
65-58,77-69,81-71