Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allt á uppleið hjá Grindavíkurstelpum
Miðvikudagur 16. júní 2010 kl. 08:28

Allt á uppleið hjá Grindavíkurstelpum

Lið Grindavíkur heldur áfram að gera það gott í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en þær lögðu Hauka að velli 1-0 á gervigrasinu á Ásvöllum í miklum slag í gærkvöldi. Það var Norður-írska landsliðskonan Rachel Furness sem skoraði sigurmarkið með sannkölluðum þrumufleyg.

Leikurinn var afar grófur, sérstaklega af hálfu Hauka, en Grindavíkurstúlkur létu það ekki slá sig út af laginu og spiluðu sem fyrr afar þétta og agaða vörn.

Með sigrinum skaust Grindavík upp 5. sætið í deildinni en liðið hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í 7 leikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024