Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Allir fá að fagna með Þrótti
Leikmennirnir og bæjarstjórinn sáttir með sigurinn.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2019 kl. 16:14

Allir fá að fagna með Þrótti

Þróttur Vogum burstaði KFG 5-0 í annarri deild í leik sem fór fram í gærkvöldi. Þróttarar fylltu klefa meistaraflokksins og fögnuðu með liðinu sínu en klefinn er alltaf opinn eftir sigurleiki er fram kemur á Facebook-síðu Þróttar. Þangað séu allir velkomnir.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, lét sig ekki vanta og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var stemningin góð og Vogamenn sáttir með frammistöðu strákanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var vel mætt á völlinn og leikmenn meistaraflokks Þróttar fengu Ásgeir bæjarstjóra með sér í sjálfu að leik loknum.