Alfreð með tvö í tapleik
Njarðvíkingar biðu 3-2 ósigur í æfingaleik gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í Garðabæ í gærkvöldi. Alfreð Jóhannsson er að finna sig vel að nýju í grænu en hann gerði bæði mörk Njarðvíkinga í gær. Alfreð skipti yfir til Njarðvíkur að loknu síðasta leiktímabili með GG.
Byrjunarlið Njarðvikur var eftirfarandi í gær:
1. Albert Sævarsson 2. Bjarni Sæmundsson 3. Marteinn Guðjónsson 4. Kristinn Björnsson 5. Eyþór Guðnason (Einar Valur Árnason) 6. Frans Elvarsson 7. Árni Þór Ármannsson 8. Rafn Vilbergsson 9. Alfreð Jóhannsson (Valdimar Eiríksson) 10. Guðni Erlendsson (Andri Guðjónsson) 11. Kristinn Örn Agnarsson.
Varamenn.
12. Valdimar Eiríksson 13. Einar Valur Árnason 14. Andri Guðjónsson.
Næsti æfingaleikur Njarðvíkinga verður um næstu helgi þá gegn Aftureldingu en leikdagur er ekki kominn á hreint.