Alfreð Finnboga á heimaslóðum
Landsliðsmenn heimsóttu Hópið í Grindavík
Fjórir landsliðsmenn karla í knattspyrnu litu við á æfingu hjá ungum Grindvíkingum í gær. Þeirra á meðal var markahrókurinn Alfreð Finnbogason sem leikur með Heerenveen í Hollandi. Alfreð er uppalinn í Grindavík en hann fluttist til Reykjavíkur áður en hann hélt í atvinnumennsku fyrir nokkru. Þar hefur hann svo sannarlega slegið í gegn og nú er jafnvel talað um að stórliðin í Evrópu renni hýru auga til framherjans. Alfreð kom ásamt þeim Þórarni Inga Valdmiarssyni. Ólafi Inga Skúlasyni og Arnóri Smárasyni í heimsókn á æfingu í Hópinu.
Þeir félagar voru leystir út með gjöfum frá Grindvíkingum en landsliðsmennirnir komu í frítíma sínum til Grindavíkur og tóku þátt í æfingunni með krökkunum sem fannst mikil upphefð í því að fá svona landsliðshetjur í heimsókn.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Íslenska karlalandsliðið mætir Slóveníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli á föstudaginn.