Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Íþróttir

Alexander Veigar og Emma valin íþróttafólk Grindavíkur 2025
Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson og knattspyrnukonan Emma Fanndal Jónsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur 2025. Myndin er samsett en þarna er Alexander Veigar þegar hann var fyrst valinn íþróttakarl Grindavíkur 2023.
Sunnudagur 11. janúar 2026 kl. 13:37

Alexander Veigar og Emma valin íþróttafólk Grindavíkur 2025

Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson og knattspyrnukonan Emma Fanndal Jónsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur 2025. Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu var valið íþróttalið Grindavíkur 2025 og Gylfi Tryggvason, þjálfari liðsins, þjálfari Grindavíkur 2025.

Alexander Veigar var valinn íþróttakarl Grindavíkur þriðja árið í röð. Alexander er stigameistari PSÍ 2025 og margfaldur Íslandsmeistari. Hann sýndi styrk sinn bæði heima og erlendis, þar á meðal á heimsmeistaramóti ungmenna, og hefur skýr markmið um að stefna enn hærra.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Emma leiddi sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur til upp um deild í sumar með yfirvegun, styrk og framúrskarandi varnarvinnu. Hún er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins og sannkallaður leiðtogi.

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna þrátt fyrir spár um annað í upphafi tímabils. Liðið sannaði að með trú á verkefninu, góðri liðsheild og mikilli seiglu er allt mögulegt.

Gylfi tók við nýstofnuðu liði og skapaði ósigrandi liðsheild. Hann er leiðtogi sem nær fram því besta í fólkinu sem vinnur með honum og árangurinn er eftir því.