Alexander Veigar og Emma valin íþróttafólk Grindavíkur 2025
Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson og knattspyrnukonan Emma Fanndal Jónsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur 2025. Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu var valið íþróttalið Grindavíkur 2025 og Gylfi Tryggvason, þjálfari liðsins, þjálfari Grindavíkur 2025.
Alexander Veigar var valinn íþróttakarl Grindavíkur þriðja árið í röð. Alexander er stigameistari PSÍ 2025 og margfaldur Íslandsmeistari. Hann sýndi styrk sinn bæði heima og erlendis, þar á meðal á heimsmeistaramóti ungmenna, og hefur skýr markmið um að stefna enn hærra.
Emma leiddi sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur til upp um deild í sumar með yfirvegun, styrk og framúrskarandi varnarvinnu. Hún er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins og sannkallaður leiðtogi.
Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna þrátt fyrir spár um annað í upphafi tímabils. Liðið sannaði að með trú á verkefninu, góðri liðsheild og mikilli seiglu er allt mögulegt.
Gylfi tók við nýstofnuðu liði og skapaði ósigrandi liðsheild. Hann er leiðtogi sem nær fram því besta í fólkinu sem vinnur með honum og árangurinn er eftir því.








