Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Alexander og Petrúnella íþróttafólk Grindavíkur
Laugardagur 31. desember 2016 kl. 15:50

Alexander og Petrúnella íþróttafólk Grindavíkur

Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur árið 2016. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor. Grindavík.is greinir frá.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024